Project Description

Valbeinn

Valbeinn á sér skemmtilega sögu og er hún ein af þessum einföldu sem er auðvelt að hnýta og ætti að vera til í hverju veiðiboxi. Eftir tiltekt í gömlu hirslum fann ég hnýtingarefni sem er frá mínum unglingsárum sem ég hafði fengið hjá Kolbeini Grímssyni dag einn, er ég sat hjá honum og horfði á hann hnýta fluguna Ármót. Flugan Valbeinn var að þvælast á borðinu í vinnunni þegar Valgarður Ragnarsson stórveiðimaður rak augun í hana og gerði hana að sinni. Þegar hann bað um fleiri vissi ég að eitthvað var rétt varðandi samsetningu þessarar flugu. Nafnið er dregið af Valla og Kolbeini. Hér er má nálgast Kolbein veiðifluguna.